Hæfniþrep: 1
Einingafjöldi: 3
Viðfangsefni: Íslensk tónlistarsaga, hlustun og greining.
Lýsing: Í áfanganum er farið yfir sögu íslenskrar tónlistar fram til 1960. Fjallað er um aðstæður og helstu tónskáld og verk sem mótað hafa íslenskt tónlistarlíf á hverjum tíma. Leitast er við að setja tónlistina í samfélagslegt samhengi og tengja þróun tónlistarlífs við þjóðfélagslega þróun sem og aðrar listgreinar.
Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið:
Leikniviðmið:
Hæfniviðmið:
Námsmat: Heimildaritgerð um viðfangsefni úr íslenskri tónlistarsögu, próf úr námsefninu.
Til baka í áfangayfirlit.
Einingafjöldi: 3
Viðfangsefni: Íslensk tónlistarsaga, hlustun og greining.
Lýsing: Í áfanganum er farið yfir sögu íslenskrar tónlistar fram til 1960. Fjallað er um aðstæður og helstu tónskáld og verk sem mótað hafa íslenskt tónlistarlíf á hverjum tíma. Leitast er við að setja tónlistina í samfélagslegt samhengi og tengja þróun tónlistarlífs við þjóðfélagslega þróun sem og aðrar listgreinar.
Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Mikilvægi tónlistarsögu fyrir dýpri skilningi á íslenskri tónlist og stöðu listarinnar í samfélaginu.
- Hugmyndafræðilegum bakgrunni íslenskrar tónlistarsögu.
- Samfélagslegum áhrifum á þróun íslenskrar tónlistar.
- Þróun mismunandi stíltegunda í íslenskri tónlist.
- Gagnkvæmum áhrifum á milli mismunandi listgreina.
Leikniviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Fjalla um afmörkuð viðfangsefni er tengjast íslenskri tónlistarsögu.
- Svara munnlega og skriflega spurningum um íslenska tónlistarsögu og fjalla á heildrænan hátt um samhengi, orsakir og afleiðingar í íslensku tónlistarlífi.
- Þekkja mismunandi tónverk með tilliti til höfundareinkenna, stíls og áferðar.
- Geta greint stíleinkenni í samræmi við þróun tónlistar á hverjum tíma.
- Fjalla um íslenska tónlistarsögu í heimildaritgerð.
Hæfniviðmið:
Í lok námskeið á nemandi að:
- Þekkja helstu höfunda og verk sem móta íslenska tónlistarsögu fyrir 1960.
- Þekkja og skilja helstu einkenni sem eru áberandi í íslenskri tónlist fram til 1960.
- Hafa grunngetu til að fjalla um sögulegt samhengi í íslenskri tónlist.
Hafa yfirsýn yfir helstu stefnur og strauma í íslenskri tónlist sem skrifuð var fyrir 1960
Námsmat: Heimildaritgerð um viðfangsefni úr íslenskri tónlistarsögu, próf úr námsefninu.
Til baka í áfangayfirlit.