Hæfniþrep: 3
Einingafjöldi: 3
Viðfangsefni: nótnalæsi, formgreining, hljómgreining, tónlistarsaga, túlkun, skilningur á stílbrigðum.
Lýsing: Í áfanganum eru verk frá barokk- og klassíska tímanum í tónlist greind í formi, hljómfræðilega og fagurfræðilega. Byrjað er á verkum frá upphafi barokktímans, þegar óperuformið ruddi sér til rúms og skoðað hvernig hinn nýi stíll, stile rappresentativo, breiddist frá Ítalíu um Evrópu. Einnig eru verk Bachs greind, allt frá fléttum (invensjónum) til flóknari verka á borð við fúgur í Das wohltemperierte Klavier. Í síðari hluta áfangans eru verk klassísku meistaranna Haydns og Mozarts greind, píanósónötur, strengjakvartettar og loks sinfóníur.
Forkröfur: Hljómfræði 2.2
Þekkingarviðmið:
Leikniviðmið:
Hæfniviðmið:
Námsmat: Námsmat fer fram í tímum og með lokaritgerð sem byggir á greiningu á klassískri sónötu.
Til baka í áfangayfirlit.
Einingafjöldi: 3
Viðfangsefni: nótnalæsi, formgreining, hljómgreining, tónlistarsaga, túlkun, skilningur á stílbrigðum.
Lýsing: Í áfanganum eru verk frá barokk- og klassíska tímanum í tónlist greind í formi, hljómfræðilega og fagurfræðilega. Byrjað er á verkum frá upphafi barokktímans, þegar óperuformið ruddi sér til rúms og skoðað hvernig hinn nýi stíll, stile rappresentativo, breiddist frá Ítalíu um Evrópu. Einnig eru verk Bachs greind, allt frá fléttum (invensjónum) til flóknari verka á borð við fúgur í Das wohltemperierte Klavier. Í síðari hluta áfangans eru verk klassísku meistaranna Haydns og Mozarts greind, píanósónötur, strengjakvartettar og loks sinfóníur.
Forkröfur: Hljómfræði 2.2
Þekkingarviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Tónsmíðaaðferðum tónskálda frá barokk- og klassíska tímanum.
- Kunna skil á hljómfræðilegri hugsun tónskálda frá mismunandi tímum.
- Þekkja helstu grundvallarverk frá barokk- og klassískum tíma.
- Þekkja helstu hugtök varðandi hljómgreiningu og formgreiningu frá barokk- og klassískum tíma.
- Þekkja helstu tónskáld barokk- og klassíska tímans og geta greint á milli stílbragða þeirra.
Leikniviðmið:
Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:
- Greina hljóma og form í verkum frá barokk- og klassískum tíma.
- Beita mismunandi aðferðum við framsetningu greininga sinna, bæði munnlega og skriflega.
Hæfniviðmið:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Fjalla um form og hljómahugsun tónlistar frá barokk- og klassískum tíma.
- Setja tónverk í tónlistarsögulegt samhengi.
- Fjalla um tónverk á gagnrýninn hátt.
- Rökstyðja skoðanir sínar.
- Geta skrifað ritgerð um tónfræðileg efni á greinargóðan hátt.
Námsmat: Námsmat fer fram í tímum og með lokaritgerð sem byggir á greiningu á klassískri sónötu.
Til baka í áfangayfirlit.