Hæfniþrep: 3
Einingafjöldi: 3
Viðfangsefni: nótnalæsi, formgreining, hljómgreining, tónlistarsaga, túlkun, skilningur á stílbrigðum.
Lýsing: Í áfanganum eru verk frá rómantíska tímanum og frá fyrstu árum 20. aldar greind í formi, hljómfræðilega og fagurfræðilega. Byrjað er á verkum frá upphafi rómantíska tímans eftir Beethoven, einkum píanósónötur hans og strengjakvartettar. Þá eru sönglög Schuberts skoðuð og tengsl hans við rómantískar bókmenntir könnuð. Í síðari hluta áfangans er h-moll sónata Franz Liszts skoðuð og hvernig síðrómantísk viðhorf hans vísa til tónlistar 20. aldar. Áfanganum lýkur með greiningu á síðrómantískum verkum samkvæmt kenningum Hermanns Erpfs á síðrómantískri hljómhugsun og kenningum Ernö Lendvais um hljóm- og formhugsun Béla Bartóks.
Forkröfur: Tónbókmenntir 1.1
Þekkingarviðmið:
Leikniviðmið:
Hæfniviðmið:
Námsmat: Námsmat fer fram í tímum og með munnlegri og skriflegri greiningu og lokaprófi þar sem verk frá fyrri hluta 20. aldar er greint.
Til baka í áfangayfirlit.
Einingafjöldi: 3
Viðfangsefni: nótnalæsi, formgreining, hljómgreining, tónlistarsaga, túlkun, skilningur á stílbrigðum.
Lýsing: Í áfanganum eru verk frá rómantíska tímanum og frá fyrstu árum 20. aldar greind í formi, hljómfræðilega og fagurfræðilega. Byrjað er á verkum frá upphafi rómantíska tímans eftir Beethoven, einkum píanósónötur hans og strengjakvartettar. Þá eru sönglög Schuberts skoðuð og tengsl hans við rómantískar bókmenntir könnuð. Í síðari hluta áfangans er h-moll sónata Franz Liszts skoðuð og hvernig síðrómantísk viðhorf hans vísa til tónlistar 20. aldar. Áfanganum lýkur með greiningu á síðrómantískum verkum samkvæmt kenningum Hermanns Erpfs á síðrómantískri hljómhugsun og kenningum Ernö Lendvais um hljóm- og formhugsun Béla Bartóks.
Forkröfur: Tónbókmenntir 1.1
Þekkingarviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Tónsmíðaaðferðum tónskálda frá rómantíska tímanum og tónskálda frá upphafi 20. aldar.
- Kunna skil á hljómfræðilegri hugsun tónskálda frá rómantíska tímanum, síðrómantíska tímanum og frá upphafi 20. aldar.
- Þekkja helstu grundvallarverk frá rómantíska tímanum og fyrri hluta 20. aldar.
- Þekkja helstu hugtök varðandi hljómgreiningu og formgreiningu frá rómantíska tímanum og frá fyrri hluta 20. aldar.
- Þekkja helstu tónskáld 19. og fyrri hluta 20. aldar og geta greint á milli stílbragða þeirra.
Leikniviðmið:
Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:
- Greina hljóma og form í verkum frá rómantíska tímanum og frá fyrri hluta 20. aldar.
- Beita mismunandi aðferðum við framsetningu greininga sinna, bæði munnlega og skriflega.
Hæfniviðmið:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Fjalla um form og hljómahugsun tónlistar frá rómantíska tímanum og frá fyrri hluta 20. aldar.
- Setja tónverk í tónlistarsögulegt samhengi.
- Fjalla um tónverk á gagnrýninn hátt.
- Rökstyðja skoðanir sínar.
Geta skrifað ritgerð um tónfræðileg efni á greinargóðan hátt.
Námsmat: Námsmat fer fram í tímum og með munnlegri og skriflegri greiningu og lokaprófi þar sem verk frá fyrri hluta 20. aldar er greint.
Til baka í áfangayfirlit.