Hæfniþrep: 3
Einingafjöldi: 2
Viðfangsefni: Sviðsuppfærsla á óperu eða söngleik.
Lýsing: Í áfanganum vinna nemendur að uppfærslu á söngverki undir handleiðslu tónlistarstjóra/stjórnanda og leikstjóra. Hópvinna þar sem hver nemandi fær verkefni sem miðast við getu og þarfir hans. Nemendur kynnast ýmsum hliðum leikhúsvinnu s.s. hreyfingum á sviði, því að vinna með hljómsveit og stjórnanda. Áfanganum lýkur með sýningum á verkinu sem unnið hefur verið með.
Forkröfur: Grunnpróf í söng.
Þekkingarviðmið:
Leikniviðmið:
Hæfniviðmið:
Námsmat: Áfanganum lýkur með því að söngvarar og hljómsveit flytja sviðsverk í fullbúinni uppfærslu. Nemendur fá einkunn þar sem frammistaða, mæting og almenn ástundun er metin.
Til baka í áfangayfirlit.
Einingafjöldi: 2
Viðfangsefni: Sviðsuppfærsla á óperu eða söngleik.
Lýsing: Í áfanganum vinna nemendur að uppfærslu á söngverki undir handleiðslu tónlistarstjóra/stjórnanda og leikstjóra. Hópvinna þar sem hver nemandi fær verkefni sem miðast við getu og þarfir hans. Nemendur kynnast ýmsum hliðum leikhúsvinnu s.s. hreyfingum á sviði, því að vinna með hljómsveit og stjórnanda. Áfanganum lýkur með sýningum á verkinu sem unnið hefur verið með.
Forkröfur: Grunnpróf í söng.
Þekkingarviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Gagnkvæmum áhrifum á mili mismunandi listgreina.
- Sögulegu samhengi verkanna sem unnin eru í áfanganum.
- Ólíkum leikstílum og söngstílum eftir því sem verkefnin bjóða upp á.
Leikniviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Syngja á sviði.
- Syngja og leika með öðrum söngvurum.
- Syngja undir handleiðslu hljómsveitarstjóra.
- Vinna með leikstjóra.
Hæfniviðmið:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Túlka hlutverk á sannfærandi hátt.
- Koma fram í sviðsverki.
- Syngja í óperukór og/eða túlka hlutverk á sjálfstæðan og skapandi hátt.
Námsmat: Áfanganum lýkur með því að söngvarar og hljómsveit flytja sviðsverk í fullbúinni uppfærslu. Nemendur fá einkunn þar sem frammistaða, mæting og almenn ástundun er metin.
Til baka í áfangayfirlit.