Hæfniþrep: 2
Einingafjöldi: 3
Viðfangsefni: Almenn jazzspunatækni á hljóðfæri nemandans og grundvallartök á píanóleik í jazzstíl eftir bókstafshljómum.
Lýsing: Í áfanganum spilar hver nemandi á sitt hljóðfæri. Farið er í gegnum helstu atriði spunatækni, lærðir standardar, fjallað um hryn og lagður grundvöllur að notadrjúgum píanóleik.
Forkröfur: Rytmisk hljómfræði 2.2. Athugið að hljómborðsfræði 1.1 og 1.2 getur verið staðgengill áfanganna Jazzsnarstefjun og hljómborðsfræði 1.1 og 1.2. fyrir trommu- og söngnemendur.
Þekkingarviðmið:
Leikniviðmið:
Hæfniviðmið:
Námsmat: Tvö próf á tekin á hljóðfæri nemandans og píanó. Prófað í tónstigum, jazzstandördum með spuna, hrynæfingum, sungnum jazzsólóum með upprunalegri hljóðritun, píanóraddsetningum og undirleik.
Til baka í áfangayfirlit.
Einingafjöldi: 3
Viðfangsefni: Almenn jazzspunatækni á hljóðfæri nemandans og grundvallartök á píanóleik í jazzstíl eftir bókstafshljómum.
Lýsing: Í áfanganum spilar hver nemandi á sitt hljóðfæri. Farið er í gegnum helstu atriði spunatækni, lærðir standardar, fjallað um hryn og lagður grundvöllur að notadrjúgum píanóleik.
Forkröfur: Rytmisk hljómfræði 2.2. Athugið að hljómborðsfræði 1.1 og 1.2 getur verið staðgengill áfanganna Jazzsnarstefjun og hljómborðsfræði 1.1 og 1.2. fyrir trommu- og söngnemendur.
Þekkingarviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Spunatungumáli jazztónlistar.
- Algengum spunatæknilegum atriðum s.s. breyttum spennum og nálgunarnótum.
- Hendingamótun og tímasetningu í spuna.
- Algengum jazzstandördum.
Algengustu píanóraddsetningum og undirleikstækni.
Leikniviðmið:
Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:
- Leika og spinna yfir 6 valda jazzstandarda utanað.
- Beita margvíslegum tónstigum í spuna.
- Syngja valin jazzsóló utanað með upprunalegri hljóðritun.
- Leika algeng hljómferli í öllum tóntegundum á píanó.
- Nota breyttar spennur og nágnunarnótur í spuna.
Beita hryntækni á borð við fjölhryn (3:4 og 4:3) og hliðrun í spuna.
Hæfniviðmið:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Þroska spunatækni sína á margvíslegan máta.
- Geta nýtt píanó við undirleik, tónsmíðar og spuna.
Námsmat: Tvö próf á tekin á hljóðfæri nemandans og píanó. Prófað í tónstigum, jazzstandördum með spuna, hrynæfingum, sungnum jazzsólóum með upprunalegri hljóðritun, píanóraddsetningum og undirleik.
Til baka í áfangayfirlit.