Einingafjöldi: 3
Viðfangsefni: Að nemandi kynnist nokkrum hugtökum sem snúa að hagnýtum hliðum þess að vera tónlistarmaður. Hafi almenna hugmynd um hvað þessi hugtök þýða og hvernig þeim er beitt.
Lýsing: Þátttakendur skoða ýmis praktísk mál sem skipta tónlistarmenn máli. Nemendur skoða hvernig nálgun fyrirtækja og stofnana er og beitt er aðferðum atvinnulífsins og fyrirtækja í mörgum efnisþáttum. Ýmsir gestafyrirlesarar úr röðum atvinnulífsins, stéttarfélaga og annarra fagaðila heimsækja áfangann. Námsefni er á kennsluvef áfangans.
Forkröfur: Engar.
Þekkingarviðmið:
Skilgreining starfssviða: Nemandi geti skilgreint og skilið til fullnustu hvað þýðir að vera: Flytjandi - Tónskáld - Útsetjari - Pródúser – Tónlistarkennari.
Nemandi kunni helstu skil á eftirfarandi atriðum: Samningar með tilliti til lögfræðilegra áherslna. Kauptaxtar með tilliti til stéttarfélaga. Réttindi varðandi: Hljóðupptökur, vegna spilamennsku, myndupptökur fyrir sjónvarp, kvikmyndir og annað, veitingastaðir og hljómleikahaldarar.
Höfundaréttur: Nemandi kynnist og fái þekkingu á:
- Skilgreiningu á höfundarétti.
- Stef - Almennt um samtökin.
- Flytjendaréttur – Menningasjóður.
- Önnur notkun - Kvikmyndir - auglýsingar ofl
- Vettvangsferð í STEF að Laufásvegi.
Gestafyrirlesari með sérfræðiþekkingu á höfundarétti heimsækir áfangann.
Rekstur: Nemandi kynnist og fái yfirgripsþekkingu á:
- Almennt um fyrirtækjarekstur.
- Gerð reikninga.
- Ársreikningar.
- Verktaki – Launamaður.
- Virðisaukaskattur.
Kjarasamningar: Nemendur kunni skil á eftirfarandi efnisatriðum:
- Helstu hugtök í kjarasamningi.
- Réttur launamanna.
- Verktakalaun/Launamaður.
- Sjúkrasjóður/tryggingar/barneignafrí ofl.
- Gestafyrirlesari: Frá stéttarfélagi.
Leikniviðmið:
Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:
- Greina helstu hugtök í samskiptum við atvinnuveitanda og kunna að leita sér aðstoðar sé þess þörf.
- Vera undirbúinn undir rétt viðbrögð við mikilvæga samningagerð um störf sín og hugverk og kunni að spyrja réttu spurninganna.
Hæfniviðmið:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Semja um kaup og kjör fyrir sig og hóp sem tónlistarmaður er meðlimur í.
- Greina óeðlilega viðskiptahætti og vera fær um að bregaðst rétt við þeim.
- Auka líkurnar á því að geta lifað af því að vera tónlistarmaður án þess að það sé aukastarf.
Námsmat: Nemendur vinna hópverkefni í tímum og skila fyrirlestrum um ýmis málefni. Áfanginn er próflaus en nauðsynlegt er að nemendur taki þátt í þeim verkefnum og vettvangsferðum sem áfanginn inniheldur.
Til baka í áfangayfirlit.