Hæfniþrep: 2
Einingafjöldi: 3
Viðfangsefni: Jazzspunatækni fyrir lengra komna með áherslu á tónlist eftir 1960.
Lýsing: Í áfanganum spilar hver nemandi á sitt hljóðfæri. Farið er í gegnum tvö tímabil/stíla jazzsögunnar, lög lærð, hlustað á tónlist og fjallað um spunatækni.
Forkröfur: Jazzsnarstefjun 1.2
Þekkingarviðmið:
Leikniviðmið:
Hæfniviðmið:
Námsmat: Tvö próf, bæði tvæþætt. Annarsvegar leikur nemandinn umrædd lög með hjómsveit og spinnur. Hinsvegar er um að ræða viðtalspróf þar sem nemendinn þarf að þekkja lög af umræddum plötum, nefna hljóðfæraleikara og geta svarað spurningum um innri gerð tónlistarinnar. Ætlast er til að nemandinn hafi myndað sér skoðanir og geti rökstutt þær.
Til baka í áfangayfirlit.
Einingafjöldi: 3
Viðfangsefni: Jazzspunatækni fyrir lengra komna með áherslu á tónlist eftir 1960.
Lýsing: Í áfanganum spilar hver nemandi á sitt hljóðfæri. Farið er í gegnum tvö tímabil/stíla jazzsögunnar, lög lærð, hlustað á tónlist og fjallað um spunatækni.
Forkröfur: Jazzsnarstefjun 1.2
Þekkingarviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- tónsmíðum og spunastíl sem tengist Blue Note útgáfunni, ss verkum eftir Wayne Shorter og Herbie Hancock.
- tónsmíðum og spunastíl John Coltrane.
- Hafi hlustað á lykilplötur hvers stíls og kunni góð skil á þeim.
Leikniviðmið:
Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:
- leika og spinna yfir 3-5 valin lög fyrir hvorn hluta áfangans.
- hafi hlustað á 3-5 lykilplötur fyrir hvorn hluta áfangas, þekki lög og hljóðfæraleikara og geti tjáð sig skynsamlega um tónlistina.
- hafi þjálfast í spunatæknilegum efnum sem tengjast þemum áfangans ss notkun pentatóntónstiga og staðgenglahjómarða Coltranes.
- hafi tök á þeim nýju hljómgerðum sem tónlist tímabilsins býður upp á.
- hafi vald á óreglulegum formgerðum umræddra stíla.
Hæfniviðmið:
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér í áfanganum til að:
- þroska spunatækni sína á margvíslegan máta
- auka við efnisskrá sína
- geta talað um tónlist af þekkingu og innsæi
Námsmat: Tvö próf, bæði tvæþætt. Annarsvegar leikur nemandinn umrædd lög með hjómsveit og spinnur. Hinsvegar er um að ræða viðtalspróf þar sem nemendinn þarf að þekkja lög af umræddum plötum, nefna hljóðfæraleikara og geta svarað spurningum um innri gerð tónlistarinnar. Ætlast er til að nemandinn hafi myndað sér skoðanir og geti rökstutt þær.
Til baka í áfangayfirlit.