Hæfniþrep: 3
Einingafjöldi: 3
Viðfangsefni: Tónlist 18. aldar
Lýsing: Í áfanganum fá nemendur tækifæri til að leika tónlist 18. aldar (barokk og klassík) á upprunaleg hljóðfæri: sembal og fortepíanó (píanónemendur) og barokk-strengjahljóðfæri. Leitast er við að nálgast tónlistina út frá þeim flutningshefðum sem tíðkuðust á þeim tíma þegar verkin urðu til, og skoðað hvernig gömul hljóðfæri bjóða upp á annars konar túlkunarmöguleika en hin nýrri. Rætt verður um hvað býr að baki hugtakinu “sagnréttur flutningur” (historically informed performance), og borin saman túlkun ólíkra tónlistarmanna á gömul og ný hljóðfæri. Kennsla fer fram bæði í hóptímum og einkatímum.
Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið:
Leikniviðmið:
Hæfniviðmið:
Námsmat: Hóptímar/masterklassar og tónleikar í lok námskeiðs.
Til baka í áfangayfirlit.
Einingafjöldi: 3
Viðfangsefni: Tónlist 18. aldar
Lýsing: Í áfanganum fá nemendur tækifæri til að leika tónlist 18. aldar (barokk og klassík) á upprunaleg hljóðfæri: sembal og fortepíanó (píanónemendur) og barokk-strengjahljóðfæri. Leitast er við að nálgast tónlistina út frá þeim flutningshefðum sem tíðkuðust á þeim tíma þegar verkin urðu til, og skoðað hvernig gömul hljóðfæri bjóða upp á annars konar túlkunarmöguleika en hin nýrri. Rætt verður um hvað býr að baki hugtakinu “sagnréttur flutningur” (historically informed performance), og borin saman túlkun ólíkra tónlistarmanna á gömul og ný hljóðfæri. Kennsla fer fram bæði í hóptímum og einkatímum.
Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- ólíkum eiginleikum gamalla hljóðfæra og hvernig þeir hafa áhrif á flutning gamallar tónlistar.
- helstu flutningsvenjum í tónlist 18. aldar.
- hugmyndafræðilegum bakgrunni sagnréttrar flutningshefðar á 20. og 21. öld.
Leikniviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- leika á gömul hljóðfæri á sannfærandi hátt og með vitneskju um sögulegan flutningsmáta.
- greina ólíkar túlkunarhefðir í flutningi annarra.
Hæfniviðmið:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- þekkja og skilja muninn á eiginleikum gamalla og nýrra hljóðfæra og þær flutningshefðir sem þeim fylgja.
- hafa grunngetu til að fjalla um sögulegt samhengi upprunaflutnings
- geta leikið verk frá 18. öld á gömul hljóðfæri.
Námsmat: Hóptímar/masterklassar og tónleikar í lok námskeiðs.
Til baka í áfangayfirlit.