Tónlistarbraut-rytmísk B (námslok á 3. hæfniþrepi)
Lýsing
Brautin veitir nemendum trausta grunnmenntun á sviði tónlistar, bæði þeim sem hyggjast gerast atvinnumenn í tónlist og sem undirbúningur undir fjölbreytt nám og störf. Brautarkjarni rytmískrar tónlistarbrautar samanstendur af þeim námsgreinum sem þarf til þess að ljúka framhaldsprófi í rytmískri tónlist. Þriðjungur brautarinnar er í frjálsu vali og gefur það hverjum nemanda tækifæri til þess að aðlaga námið og sérhæfingu þess að sínum áhuga og framtíðarstefnu. Boðið er upp á fjölbreytta samspilsáfanga og nemendur eru hvattir til að taka virkan þátt í tónleikum og lifandi tónlistarflutningi sem skólinn stendur fyrir. Jafnframt er lögð áhersla á að veita nemendum haldgóða kennslu í bóklegum tónlistargreinum. Að námi loknu hafa nemendur hlotið víðtæka þjálfun í því að koma fram á tónleikum, bæði í einleiks- og samspilshlutverki og hafa haldið sjálfstæða opinbera tónleika. Nemendur sem útskrifast af brautinni eiga að hafa færni til að nýta sér þekkingu sína á fræðigreinum tónlistar, bæði við tónlistarflutning, umfjöllun um tónlist og frekara nám. Nemendur hafa einnig öðlast færni til að sýna frumkvæði og persónulega túlkun við tónlistarflutning og geta fjallað um tónlist á ábyrgan, gagnrýnan og skapandi hátt.
Inntökuskilyrði
Nemendur þreyta inntökupróf í hljóðfæraleik/söng og fræðigreinum tónlistar þar sem lagt er faglegt mat á hæfni nemenda. Miðað er við að nemendur hafi lokið miðprófi í hljóðfæraleik, grunnprófi í söng eða sambærilegu námi.
Skipulag
Nám á brautinni er að lágmarki 150 eininga nám þar sem nemendur tileinka sér hæfni á þriðja þrepi. Nemendur velja sér aðalnámsgrein sem getur verið hljóðfæraleikur, söngur, tónsmíðar eða fræðigreinar tónlistar. Valeiningar á brautinni gefa nemendum möguleika á að móta námið að eigin þörfum og áhugasviðum og sækja námsskeið á ólíkum sviðum tónlistar. Þannig geta nemendur undirbúið sig fyrir ýmiss konar framhaldsnám á sviði tónlistar. Nemendur stjórna námshraðanum og geta fengið einingar brautarinnar metnar við aðra framhaldsskóla.
Námsmat
Lögð er áhersla á að beita fjölbreyttum aðferðum við námsmat og að meta vinnu nemenda jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat getur verið fólgið í símati eða lokaprófi eða hvoru tveggja. Við námsmat er tekið mið af þekkingar-, hæfni- og leikniviðmiðum. Umgjörð námsmats er útfærð nánar í skólanámskrá og kveðið er á um námsmat fyrir tiltekna áfanga í kennsluáætlun hverju sinni. Nemendur taka hljóðfæra-/söngpróf á haust- og vorönn og fá einkunnir fyrir iðni og umsögn kennara á hverri önn. Jafnframt taka nemendur próf í bóklegum greinum við lok hvers áfanga.
Reglur um námsframvindu
Lágmarkseiningafjöldi á brautinni er 150 einingar. Í áfangalýsingum koma fram skilyrði um undanfara. Lágmarkseinkunn áfanga er 5 en í einstaka áföngum er heimilt að gera kröfu um hærri lágmarkseinkunn til þess að taka framhaldsáfanga. Samkvæmt aðalnámskrá er miðað við að nemandi í fullu námi taki 30 einingar á önn.
Hæfniviðmið
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að …
- Halda opinbera tónleika.
- Koma fram á tónleikum bæði í hljómsveit og í einleikshlutverki.
- Nýta sér menntun sína og þekkingu á fræðigreinum tónlistar.
- Miðla tónlist á sjálfstæðan og skapandi hátt.
- Sýna frumkvæði og persónulega túlkun við tónlistarflutning.
- Fjalla um tónlist á ábyrgan, gagnrýnan og skapandi hátt.
- Vera ábyrgur og virkur einstaklingur í lýðræðissamfélagi.
- Taka þátt í menningarlífi hér heima og erlendis og gera sér grein fyrir samfélagslegu hlutverki listamannsins.
- Greina eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi.
Einingafjöldi
Lágmarkseiningafjöldi til þess að útskrifast af brautinni er 150.
Kjarni – skylduáfangar brautarinnar:
| Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 | Einingar |
|---|---|---|---|---|---|
| Hreyfing | Hreyfing 1.1 Hreyfing 1.2 Hreyfing 2.1 Hreyfing 2.2 |
4 | |||
| Jazzsaga | Jazzsaga 1.1 Jazzsaga 1.2 |
6 | |||
| Jazzsnarstefjun | Jazzsnarst. 1.1 Jazzsnarst. 1.2 |
6 | |||
| Rokksaga | Rokksaga 1.1 Rokksaga 1.2 |
6 | |||
| Rytmísk hljómfræði | R. hljómfr. 1.1 R. hljómfr. 1.2 |
R. hljómfr. 2.1 R. hljómfr. 2.2 |
12 | ||
| Rytmísk tónheyrn | R. tónheyrn 1.1 R. tónheyrn 1.2 |
R. tónheyrn 2.1 R. tónheyrn 2.2 |
12 | ||
| Jazzsnarstefjun/ Hljómborðsfræði |
Snar./Hljó. 1.1 Snar./Hljó. 1.2 |
6 | |||
| Hljóðfæraleikur/ söngur |
Hljó./sön. 1.1 Hljó./sön. 1.2 |
Hljó./sön. 2.1 Hljó./sön. 2.2 Hljó./sön. 3.1 Hljó./sön. 3.2 |
30 | ||
| Jazzútsetningar | Jazzúts. 1.1 Jazzúts. 1.2 |
6 | |||
| Fjöldi eininga | 22 | 40 | 26 | 88 |
Bundið pakkaval
Fjöldi námskeiðapakka sem nemendur velja: 1 af 2
Hljóðfæri
| Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 | Einingar |
|---|---|---|---|---|---|
| Samspil | Samspil 1.1 Samspil 1.2 |
Samspil 2.1 Samspil 2.2 Samspil 3.1 Samspil 3.2 |
12 | ||
| Fjöldi eininga | 4 | 8 | 12 |
Söngur
| Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 | Einingar |
|---|---|---|---|---|---|
| Meðleikur | Meðleikur 1.1 Meðleikur 1.2 |
Meðleikur 2.1 Meðleikur 2.2 Meðleikur 3.1 Meðleikur 3.2 |
6 | ||
| Söngvinnubúðir | Söngvinn. 1.1 Söngvinn. 1.2 |
4 | |||
| Uppfærsla | Uppfærsla 1.1 Uppfærsla 1.2 |
2 | |||
| Fjöldi eininga | 8 | 4 | 12 |
Frjálst val
Nemendur velja 50 einingar úr öðrum áföngum skólans. Nemendur geta valið áfanga bæði í rytmískri og klassískri tónlist. Við hvern áfanga er tiltekið hvaða undanfara nemendur þurfa að hafa lokið til að velja áfangann. Í frjálsu vali þurfa nemendur að gæta að reglum í aðalnámskrá um hlutfall náms á hæfniþrep. Nemendur fá aðstoð náms- og starfsráðgjafa við val á áföngum svo nemendur geti aðlagað námið og sérhæfingu þess sem best að sínum áhuga og framtíðaráformum.