Hæfniþrep: 4
Einingafjöldi: 5
Viðfangsefni: Þríhljómar auk tónbila, kirkjutónstigar, taktsláttur, margbrotin lög í dúr og moll, c-lyklar auk g- og f- lykils, hljómagangur, hrynur og fjölhrynur, nótnalestur, nótnaritun.
Lýsing: Hljómræn heyrn er þjálfuð og nemendur látnir rita einfaldan hljómagang eftir eyra. Sömuleiðis rita þeir tvíradda æfingar. Nemendur lesa og syngja úr sópran- og altlyklum auk hinna algengu g- og f-lykla. Þá fara þeir með ýmiss konar hrynæfingar. Allt efni er kynnt og undirbúið í kennslustundum en nemendur þurfa að æfa sig reglulega heima og gildir það um allt námsefnið Kennslubækur eru: R. Starer: Rhythmic Training; G. Dandelot: Manuel Pratique og Solfège des solfèges, sópran-, alt- og tenórbækur.
Forkröfur: Tónheyrn 3.1
Þekkingarviðmið:
Leikniviðmið:
Hæfniviðmið:
Námsmat: Símat, munnleg og skrifleg próf í kennslustundum alla önnina.
Til baka í áfangayfirlit.
Einingafjöldi: 5
Viðfangsefni: Þríhljómar auk tónbila, kirkjutónstigar, taktsláttur, margbrotin lög í dúr og moll, c-lyklar auk g- og f- lykils, hljómagangur, hrynur og fjölhrynur, nótnalestur, nótnaritun.
Lýsing: Hljómræn heyrn er þjálfuð og nemendur látnir rita einfaldan hljómagang eftir eyra. Sömuleiðis rita þeir tvíradda æfingar. Nemendur lesa og syngja úr sópran- og altlyklum auk hinna algengu g- og f-lykla. Þá fara þeir með ýmiss konar hrynæfingar. Allt efni er kynnt og undirbúið í kennslustundum en nemendur þurfa að æfa sig reglulega heima og gildir það um allt námsefnið Kennslubækur eru: R. Starer: Rhythmic Training; G. Dandelot: Manuel Pratique og Solfège des solfèges, sópran-, alt- og tenórbækur.
Forkröfur: Tónheyrn 3.1
Þekkingarviðmið:
- Lesa og spila einfaldar æfingar í sópran-, alt- og tenórlykli sbr. æfingar í Manuel Pratique í sömu lyklum.
- Syngja lög á nótnanöfnum í sópran-, alt- og tenórlykli sbr. lögin í Solfège des solfèges.
- Syngja eina rödd úr sálmi og spila aðra rödd samtímis. Raddirnar eru ekki í sömu lyklum.
- Fara með hrynæfingar sbr. kafla IV-VIII í Rhythmic Training.
- Fara með fjölhryn.
- Skrifa niður fjögurra radda hljóma sem slegnir eru á píanó.
- Skrifa niður hljómagang eftir heyrn, þ.e. sópran og bassa með rómverskum sætistölum og tölusetningu.
- Skrifa niður tveggja radda lagrit eftir heyrn.
Leikniviðmið:
- Hafa ofantalin þekkingaratriði þrautalaust á valdi sínu í músíkölsku samhengi.
- Geta farið hnökralítið með þær æfingar sem settar eru fyrir.
- Geta skráð vandkvæðalítið eftir heyrn þau dæmi sem leikin eru.
Hæfniviðmið:
- Lesfærni á ritaða tónlist.
- Geta yfirfært hryn og tóna yfir á rittákn.
- Geta heyrt ritaða tónlist og ritað heyrða.
Námsmat: Símat, munnleg og skrifleg próf í kennslustundum alla önnina.
Til baka í áfangayfirlit.