Hæfniþrep: 2
Einingafjöldi: 3
Viðfangsefni: Þjálfun í leiklist, bæði sem hjálp við að koma fram á tónleikum og sem aðferð við að vinna hlutverk í sviðsuppfærslu.
Lýsing: Hóptímar í leiklist. Vinna með líkamstjáningu, líkamsbeitingu og talþjálfun. Skoðað hvernig hægt er að vinna kynningar á tónleikum. Unnið með spuna. Mismunandi skólar og aðferðir í leiklist kynntar fyrir nemendum. Nemendur fá þjálfun í að vinna á sviði, bæði einir og með öðrum. Farið yfir hvernig hægt er að vinna hlutverk.
Forkröfur: Engar.
Þekkingarviðmið:
Leikniviðmið:
Hæfniviðmið:
Námsmat: Nemendur fá einkunn fyrir mætingu og almenna ástundun í áfanganum.
Til baka í áfangayfirlit.
Einingafjöldi: 3
Viðfangsefni: Þjálfun í leiklist, bæði sem hjálp við að koma fram á tónleikum og sem aðferð við að vinna hlutverk í sviðsuppfærslu.
Lýsing: Hóptímar í leiklist. Vinna með líkamstjáningu, líkamsbeitingu og talþjálfun. Skoðað hvernig hægt er að vinna kynningar á tónleikum. Unnið með spuna. Mismunandi skólar og aðferðir í leiklist kynntar fyrir nemendum. Nemendur fá þjálfun í að vinna á sviði, bæði einir og með öðrum. Farið yfir hvernig hægt er að vinna hlutverk.
Forkröfur: Engar.
Þekkingarviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- Gagnkvæmum áhrifum á mili mismunandi listgreina.
- Mismunandi skólum og aðferðum í leiklist.
- Líkamsbeitingu og hvernig hún nýtist í flutningi tónlistar.
- Raddbeitingu og framsögn á sviði.
Leikniviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- Koma fram á tónleikum og kynna viðfangsefni.
- Vinna með líkama og rödd á sviði.
- Undirbúa hlutverk út frá túlkun og leiklist.
Hæfniviðmið:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- Koma fram á tónleikum og kynna viðfangsefni á skýran og líflegan hátt.
- Nota tal/söng, líkamsbeitingu og líkamstjáningu á sviði.
- Vinna með öðrum í sviðsuppfærslu.
- Koma fram í hlutverki á sviði.
Námsmat: Nemendur fá einkunn fyrir mætingu og almenna ástundun í áfanganum.
Til baka í áfangayfirlit.