Tónlistarkennarabraut: Hæfniþrep 4
Lýsing
Tónlistarkennarabrautin er viðbótarnám við framhaldsskóla með námslokum á fjórða hæfniþrepi. Námið er 120 einingar og námstími að meðaltali tvö ár. Námið hentar vel þeim nemendum sem hafa hug á að starfa sem tónlistarkennarar og stunda frekara nám á sviði tónlistar og tónlistarkennslu. Um er að ræða hagnýtt nám sem undirbýr tónlistarnemendur undir tónlistarkennslu og fjölbreytt störf á sviði tónlistar.
Lögð er sérstök áhersla á að nemendur fái hagnýta þjálfun og læri að takast á við ólíkar aðstæður í starfi tónlistarkennara. Einnig eigi nemendur að hljóta styrkan grunn í kennslufræði, aukahljóðfæri, samspilskennslu, stjórnun og öðrum greinum sem nauðsynlegar eru til þess að takast á við ólíkar aðstæður í starfi tónlistarkennara. Jafnframt er lögð áhersla á hljóðfæraleik/söng og á að nemendur fái góða grunnmenntun í bóklegum tónlistargreinum.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði á brautina eru að nemandi hafi lokið stúdentsprófi eða öðru lokaprófi úr framhaldsskóla á 3. hæfniþrepi. Jafnframt fer fram inntökupróf þar sem lagt er faglegt mat á hæfni nemanda.
Skipulag
Brautin er sett upp sem tveggja ára hagnýtt tónlistarkennaranám. Lágmarkseiningafjöldi er 120 þar sem nemendur tileinka sér hæfni á fjórða hæfniþrepi. Nemendur geta valið hvort þeir sérhæfa sig í tónlistarkennslu á sviði klassískrar eða rytmískrar tónlistar. Lokapróf nefnist tónlistarkennarapróf.
Námsmat
Lögð er áhersla á að beita fjölbreyttum aðferðum við námsmat og meta vinnu nemenda jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat getur verið fólgið í símati eða lokaprófi eða hvoru tveggja. Við námsmat er tekið mið af þekkingar-, hæfni- og leikniviðmiðum. Kveðið er á um námsmat tiltekinna áfanga í áfangalýsingum. Nemendur taka hljóðfæra-/söngpróf á haust- og vorönn og fá einkunnir fyrir iðni og umsögn kennara á hverri önn. Jafnframt taka nemendur próf í bóklegum greinum við lok hvers áfanga.
Reglur um námsframvindu
Lágmarkseiningafjöldi til þess að útskrifast af brautinni er 120 einingar. Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki 30 einingum á önn og klári því að meðaltali 60 einingar á ári. Í áfangalýsingum koma fram skilyrði um undanfara. Lágmarkseinkunn áfanga er 5 en í einstaka áföngum er skólanum heimilt að gera kröfu um hærri lágmarkseinkunn til þess að nemendur geti tekið framhaldsáfanga í hverju fagi.
Hæfniviðmið
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að:
- Starfa sem tónlistarkennari við tónlistarskóla.
- Takast á við háskólanám á sviði tónlistar og tónlistarkennslu.
- Koma fram á tónleikum.
- Miðla tónlist á sjálfstæðan og skapandi hátt.
- Sýna frumkvæði í tónlistarkennslu.
- Vera ábyrgur og virkur einstaklingur í lýðræðissamfélagi.
- Hagnýta sér menntun sína og þekkingu á kennslufræði og fræðigreinum tónlistar.
- Fjalla um tónlist og tónlistarkennslu á ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt.
- Útsetja tónlist fyrir kammerhópa og/eða og hljómsveitir fyrir kennslu og tónlistarflutning.
- Stjórna hljómsveit og kór.
Einingafjöldi
Fjöldi eininga til þess að útskrifast af brautinni er 120.
Athugið að kennarabrautin er enn í mótun og í viðurkenningarferli hjá Menntamálastofnun. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans.
Kjarni: kennarabraut
| Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 | Einingar |
|---|---|---|---|---|---|
| Hljóðtækni | Hljóðtækni 1.1 | 5 | |||
| Kennslufræði | Kennslufræði 1.1 Kennslufræði 1.2 Kennslufræði 2.1 Kennslufræði 2.2 |
20 | |||
| Sálfræði | Sálfræði 1.1 | 5 | |||
| Stjórnun | Stjórnun 1.1 Stjórnun 1.2 |
10 | |||
| Tölvutækni | Tölvutækni 1.1 | 5 | |||
| Fjöldi eininga | 5 | 40 | 45 |
Kjarni: Rytmísk kennarabraut
| Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 | Einingar |
|---|---|---|---|---|---|
| Aukahljóðfæri og samspil | Aukahlj./samspil 1.1 Aukahlj./samspil 1.2 |
Aukahlj./samspil 2.1 Aukahlj./samspil 2.2 |
20 | ||
| Rytmísk tónheyrn | R. tónheyrn 4.1 R. tónheyrn 4.2 |
10 | |||
| Hljómborðsfræði KD | Hljómborðsfr. 1.1 Hljómborðsfr. 1.2 |
Hljómborðsfr. KD 2.1 Hljómborðsfr. KD 2.2 |
12 | ||
| Hljóðfæraleikur | Hljóðfæraleikur 3.1 Hljóðfæraleikur 3.2 |
Hljóðfæraleikur 4.1 Hljóðfæraleikur 4.2 |
20 | ||
| Jazzútsetningar | Jazzútssetningar 1.1 Jazzútsetningar 1.2 |
10 | |||
| Fjöldi eininga | 26 | 46 | 72 |
Frjálst val
Nemendur taka a.m.k. 3 einingar í frjálsu vali úr öðrum námskeiðum skólans.
Til baka í námsbrautir
Kjarni: Klassísk kennarabraut
| Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | Þrep 4 | Einingar |
|---|---|---|---|---|---|
| Tónheyrn | Tónheyrn 3.1 Tónheyrn 3.2 |
10 | |||
| Aukahljóðfæri/píanó | Aukahljóðfæri 1.1 Aukahljóðfæri 1.2 |
4 | |||
| Hljómfræði | Hljómfræði 3.1 Hljómfræði 3.2 |
10 | |||
| Útsetningar | Útsetningar 1.1 Útsetningar 1.2 |
10 | |||
| Hljóðfæraleikur | Hljóðfæraleikur 3.1 Hljóðfæraleikur 3.2 |
Hljóðfæraleikur 4.1 Hljóðfæraleikur 4.2 |
20 | ||
| Fjöldi eininga | 14 | 40 | 54 |
Frjálst val
Nemendur taka 21 einingar í frjálsu vali úr öðrum námskeiðum skólans.