
Guðrún stundaði nám í píanóleik frá unga aldri. Kennarar hennar voru Svana Víkingsdóttir, Margrét Eiríksdóttir og Anna Þorgrímsdóttir. Að loknu píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 nam Guðrún semballeik hjá Helgu Ingólfsdóttur. Framhaldsnám stundaði hún hjá Anneke Uittenbosch við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam, hjá Jesper Böje Christensen í Scola Cantorum í Basel og hjá Francoise Lengéllé í París.
Guðrún hefur leikið inn á hljómdiska og komið fram sem einleikari, meðleikari eða sem þátttakandi í kammertónlist á fjölmörgum tónleikum á Íslandi, víða í Evrópu og í Japan. Hún er meðlimur í kammerhópunum Nordic Affect, Bach-sveitinni í Skálholti og Caput-hópnum og leikur reglulega með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Guðrún hefur einnig unnið í Íslensku óperunni, Strengjaleikhúsinu og með Íslenska dansflokknum. Hún leikur jöfnum höndum barokktónlist og nýja tónlist og hefur tekið þátt í frumflutningi fjölda verka bæði íslenskra og erlendra.
Guðrún hefur kennt við Tónlistarskólann í Reykjavík með hléum síðan 1995, fyrst barokktúlkun og tölusettan bassa, en nú síðustu árin semballeik.
Netfang: gudrunoskarsdottir@simnet.isSímanúmer: 552 8577 / 896 6870
Til baka í kennarayfirlit