
Kristjana Stefánsdóttir tónlistarmaður lauk með láði námi í jazzsöng frá Konunglega Listaháskólanum í Haag í Hollandi vorið 2000 undir handleiðslu Rachel Gold, en áður hafði hún lokið söngnámi við Söngskólann í Reykjavík og sótt einkatíma hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Kristjana hefur einnig lokið á námi í söngtækni hjá Cathrine Sadolin í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn 2005. Fyrsta geislaplata Kristjönu, Ég verð heima um jólin, með Kvartett Kristjönu Stefáns kom út 1996 og þar eru engir ómerkari gestasöngvarar en Páll Óskar Hjálmtýsson og Emilíana Torrini. Hún hefur síðan hljóðritað bæði í eigin nafni og sem gestasöngvari og komið reglulega fram í útvarpi, sjónvarpi og á tónleikum, bæði hérlendis og erlendis. Kristjana hefur starfað reglulega með Stórsveit Reykjavíkur og hefur unnið með stjórnendunum á borð við Sigurð Flosason, Daniel Nolgard og Ole Kock Hansen. Undanfarin ár hefur Kristjana starfað sem tónlistarstjóri, tónskáld og ljáð trúðnum Bellu líf í Borgarleikhúsinu í Reykjavík og þar hefur hún unnið með Bergi Þór Ingólfssyni í að frumsemja ný leikverk. Kristjana hefur kennt við TFÍH síðan árið 2002.
Netfang: kristjanastefans@gmail.comSímanúmer: 864 6947
Til baka í kennarayfirlit