
Lilja lauk fiðlukennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1978. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna en þar hún stundaði nám við Southern Illinois University og lauk meistaragráðu í fiðluleik og fiðlukennslu undir leiðsögn John Kendall. Frá 1981-1982 nam hún við St. Louis Conservatory of Music hjá Taras Gabora. Í námi sínu í Bandaríkjunum sérhæfði hún sig í Suzuki kennslu og hefur réttindi Evrópska Suzukisambandsins sem kennaraþjálfi.
Lilja hefur þjálfað fjöldann allan af Suzukikennurum hér á landi og einnig erlendis, nú síðast í Bergen í Noregi. Hún hefur kennt á námskeiðum víða í Evrópu, meðal annars í Bretlandi, Belgíu, Póllandi, Danmörku, Þýskalandi, Spáni og Slóveníu.
Lilja hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og Bach sveitinni í Skálholti. Lilja kenndi við Tónlistarskólann á Akureyri um nokkurra ára skeið en er nú aðstoðarskólastjóri Allegro Suzukitónlistarskólans auk þess að kenna við Tónlistarskólann í Reykjavík.
Netfang: lilja@allegro.isSímanúmer: 562 5694 / 699 5694
Til baka í kennarayfirlit