
María Magnúsdóttir er fædd í Reykjavík 1984 og uppalin í Garðabæ. María stundaði nám við Tónlistarskóla FÍH og lauk þaðan gráðu í rytmískum söng og af kennaradeild vorið 2008. Árið 2011 flutti María til Hollands og hóf Bachelor nám í Konunglega listaháskólanum í Haag sem hún lauk vorið 2015 með láði og hlaut útskriftarverðlaunin Fock Medaille. Í Haag lærði hún jazz söng undir handleiðslu Anka Koziel, klassískar tónsmíðar undir handleiðslu Patrick van Deurzen og sönglagasmíðar við tónlistarháskólann Codarts í Rotterdam. María hélt svo til Goldsmiths University of London og lauk þaðan gráðunni Master of Popular Music með láði (with distinction) í September 2016. Þar lagði hún sérstaka stund á nám í tónsmíðum fyrir miðla, upptökutækni og hljóðvinnslu.
María hefur komið víða við í tónlist, hefur starfað sem söngkona og flutt eigið efni og annarra síðan 2006. Hún tók þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á söngleiknum Jesus Christ Superstar árið 2007. Hún gaf út sólóplötu árið 2009 sem bar heitið Not Your Housewife. Platan kom út í sjálfstæðri útgáfu á Íslandi, tekin upp í samstarfi við Börk og Daða Birgissyni frá Benzin Music. Hún starfaði sem tónlistarkennari í Tónsölum í Kópavogi og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Söng um árabil með Gospelkór Reykjavíkur og starfaði sem kórstjóri Gospelkórs Jóns Vídalín, Gospelkórs Árbæjarkirkju og Sönghóps Garðaskóla. Hún hefur tvisvar komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur, fyrst 2008 með Stórsveit Reykjavíkur í Háskólabíó og aftur sumarið 2013 ásamt eigin kvintett. María hefur meðfram námi samið og útsett orchestral-pop tónlist undir listamannsheitinu MIMRA. Hún er meðlimur elektro-popp hljómsveitarinnar Early Late Twenties sem gaf út sína fyrstu stuttskífu í Apríl 2015. Sem tónskáld hefur María m.a. samið tónlist fyrir stuttmyndirnar Chronicles of Ígor (2014) og Eigen Ogen (2015). María samdi kórverkið Guðnýjarljóð við þrjú af ljóðum Guðnýjar Jónsdóttur frá Klömbrum fyrir Kvennakórinn Kötlu á haustmánuðum 2015 með styrk frá Tónskáldasjóði 365 og STEF. María starfar nú á nýjan leik á Íslandi sem tónlistarkona, tónlistarkennari í Tónlistarskóla FÍH og kórstjóri.
Netfang: mariamagnus(hjá)gmail.comSímanúmer: 823 4769
Til baka í kennarayfirlit