
Peter er af ungversku bergi brotinn en hann var fæddur í Rožňava í Tékkóslóvakíu. Hann stundaði píanónám frá ungum aldri en lauk einleikara- og kennaramastersgráðu úr Tónlistarakademíunnni í Prag. Á námsárunum vann hann til margra verðlauna í heimalandi sínu og síðar í alþjóðlegum keppnum, svo sem í Vercelli og Enna á Ítalíu 1986 og 1989.
Peter hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum t.d. með Tríói Reykjavíkur og Kammertríói Kópavogs víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann hefur einnig kennt masterklassa við fjölda erlendra háskóla og tónlistarskóla á Íslandi auk þess sem hann hefur tekið að sér dómarastörf í píanókeppnum.
Út hafa komið nokkrir hljómdiskar með leik Peters, bæði sem einleikara og með öðrum.
Í febrúar 2012 frumflutti Peter píanókonsert Jóns Ásgeirssonar á Akureyri ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Hann kennir nú við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík.
Netfang: peterm@internet.isSímanúmer: 564 5027 / 846 6591
Til baka í kennarayfirlit