
Sigurður hlaut framhaldsmenntun í Guildhall School of Music and Drama í London á árunum 1984 – 1989. Hann hóf störf í Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1989 og starfar þar nú sem leiðari básúnudaeildarinnar. Hann leikur einnig reglulega með Caput hópnum, Kammersveit Reykjavíkur og á ýmsum öðrum vígstöðvum. Hefur m.a. oft leikið með Stórsveit Reykjavíkur og kemur einnig reglulega fram sem einleikari. Sigurður hefur kennt við ýmsa tónlistarskóla á öllum skólastigum, s.s. Listaháskóla Íslands, Tónskóla Sigursveins, Tónlistarskóla FÍH og við Skólahljómsveit Grafarvogs. Hann er virkur prófdómari og hefur komið að námskrárgerð fyrir samræmda prófanefnd tónlistarskólanna. Hann hefur einnig komið að ýmsum félags- og stjórnarstörfum fyrir Sinfóníuhljómsveitina og FÍH.
Netfang: jusig@internet.isSímanúmer: 867 8813
Til baka í kennarayfirlit