Námsbrautir
Tónlistarbraut A
Með námi á tónlistarbraut A er lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar og er brautin áhugaverður valkostur fyrir nemendur sem stefna að því að hafa tónlist að atvinnu. Þar eiga nemendur þess kost að ljúka stúdentsprófi frá skólanum með tónlist sem aðalnámsgrein.
Tónlistarbraut B
Með námi á tónlistarbraut B er líkt og á tónlistarbraut A lagður grunnur að háskólanámi á sviði tónlistar sem veitir nemendum trausta grunnmenntun á sviði tónlistar, bæði fyrir þá sem hyggjast gerast atvinnumenn í tónlist og sem undirbúningur undir fjölbreytt nám og störf. Brautin hentar þeim nemendum vel sem stunda nám við aðra framhaldsskóla eða hafa áhuga á að stunda áhugavert og krefjandi tónlistarnám á framhaldsstigi.
Kennarabraut
Tónlistarkennarabrautin er viðbótarnám við framhaldsskóla með námslokum á fjórða hæfniþrepi. Námið er 120 einingar og námstími að meðaltali tvö ár. Námið hentar vel þeim nemendum sem hafa hug á að starfa sem tónlistarkennarar og stunda frekara nám á sviði tónlistar og tónlistarkennslu. Um er að ræða hagnýtt nám sem undirbýr tónlistarnemendur undir tónlistarkennslu og fjölbreytt störf á sviði tónlistar. Kennarabrautin er enn í mótun og í viðurkenningarferli hjá Menntamálastofnun.