Skólareglur
Almennar skólareglur
- Nemendur sýni verkum og skoðunum hvers annars virðingu.
- Nemendur gangi vel um æfingaherbergi, nemendaaðstöðu og önnur rými skólans.
- Nemendur virði reglur skólans um notkun bókasafns, hljóðfæra og tækjakosts.
- Nemendur gangi vel um eigur skólans, hljóðfæri, búnað, nótur og annað.
- Áfengis- og tóbaksneysla er bönnuð í skólanum.
Brjóti nemendur reglur skólans fá þeir skriflega aðvörun. Ef um ítrekuð brot er að ræða getur það varðað brottrekstri.
Music expresses
that which cannot be put into words
and that which cannot
remain silent.
Victor Hugo
Mætingarreglur
- Nemendur skulu sækja allar kennslustundir og æfingar og mæta stundvíslega.
- Komi nemandi 10 mínútum of seint í kennslustund fær hann fjarvist fyrir þá kennslustund.
- Fylgst er með mætingu nemenda í öllum áföngum og fari skólasókn nemanda niður fyrir 80% án þess að gildar ástæður séu fyrir hendi er gefin áminning.
- Fari mæting niður fyrir 75% þarf nemandi að mæta til viðtals hjá deildarstjóra og gera skriflegan samning um bætta ástundun.
- Haldi nemandi ekki samninginn áskilur skólinn sér rétt til að vísa honum frá námi.